Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 09:49 Gavin Newsom berst nú fyrir pólitískri framtíð sinni. Atkvæðagreiðslan í Kaliforníu er aðeins sú fjórða sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. AP/Ringo H.W. Chiu Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum. Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn. Bandaríkin Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Andstæðingum frjálslynda demókratans Newsom tókst að safna nægilegum fjölda undirskrifta til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um að setja hann af sem ríkisstjóra. Upphaflega voru þeir andsnúnir stefnu ríkisstjórans í skatta- og innflytjendamálum en eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst beindu þeir spjótum sínum að hörðum sóttvarnaaðgerðum í Kaliforníu. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um bendir til þess að Newsom haldi embættinu. Rúm 56% styðja að hann haldi áfram en 41,6% vilja hann burt. Fari svo að meirihluti kjósenda velji að sparka Newsom úr ríkisstjórastólnum hafa þeir úr 46 frambjóðendum að velja til að taka við af honum. Fremstur í flokki fer repúblikaninn Larry Elder. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði vinnur, jafnvel þó að það sé vel innan við helmingur atkvæða. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að taka þátt í baráttufundi fyrir Newsom á Long Beach við Los Angeles í kvöld. Larry Elder með Rose McGowan á blaðamannafundi í gær. Leikkonan hefur verið framarlega í flokki í Me Too-byltingunni en hún sakar eiginkonu ríkisstjórans um að reyna að þagga niður í sér.AP/Damian Dovarganes Sakar eiginkonu Newsom um að biðja sig um að þegja um brot Weinstein Elder, sem er svartur íhaldssamur útvarpsmaður, hefur teflt fram leikkonunni Rose McGowan í kosningabaráttunni sinni. Hún var ein fyrsta leikkonan til að saka Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, um kynferðisofbeldi sem varð upphafið að svonefndri Me Too-bylgju sem hefur farið um heiminn. McGowan sakar Jennifer Siebel Newsom, eiginkonu ríkisstjórans, um að hafa reynt að fá sig til að þegja um brot Weinstein árið 2017. Weinstein hafði um árabil safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Siebel Newsom hefur lýst ásökunum McGowan sem algerum tilbúningi, að sögn AP-fréttastofunnar. Gömul og umdeild ummæli Elder í útvarpsþáttum og blaðagreinum hafa verið rifjuð upp í kosningabaráttunni. Hann hefur meðal annars sagt að blökkumenn ýki umfang rasisma og að konur viti minna um stjórnmál en karlar. Þá vill hann leyfa vinnuveitendum að spyrja konur hvort þær ætli sér að eignast börn.
Bandaríkin Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira