Gettóhverfi Sósíalista og ESB flokkanna Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 11. september 2021 18:00 Ég bý í Danmörku og það er tími til kominn að Íslendingar fái að vita sannleikann um sósíalistaríkið Danmörku innan ESB. Fátæktargildra Sósíalista Sósíalistar á Íslandi vilja byggja 30 þúsund leiguíbúðir að fyrirmynd Dana. Danir hafa vissulega byggt margar leiguíbúðir en það hefur ekki leitt til jöfnuðar heldur er þetta fátæktargildra sem Sósíalistar eru að boða. Einungis 45% Danskra heimila fær greiðslumat til að kaupa eigið húsnæði, auðvitað þarf þá mikið af leiguíbúðum. Hefur þetta fækkað leiguíbúðum í einkaeigu? Nei aldeilis ekki. Til að mynda á einn verktaki hér í mínum bæ (jafn stór og Kópavogur) hátt í 200 leiguíbúðir og ef allt er tekið saman eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila hér í bæ fleiri hundruð. Þannig er það um alla Danmörku því heilt yfir eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila á bilinu 7-10% allra íbúða. Það er því ástæða fyrir því að stór hluti Dana neyðist til að búa í leiguíbúð en ekki almennur vilji. Sjálfsagt einhver hluti sem vill en alls ekki 55% heimila. Að auki þá hafa byggst upp hverfi þar sem fólk hefur fests í fátæktargildru og félagsmálapakka, hin frægu Gettóhverfi Dana og nú síðustu 10 ár hafa Danir þurft að taka á sínum stóra til að snúa þessari þróun við með því að rífa heilu hverfin og selja íbúðir, endurtek selja íbúðir. Nú er meira að segja orðið þannig að glæpir í þessum hverfum fá hærri refsingu en utan þess. Innflytjendur eru í enn verri stöðu og festast í þessum gettóhverfum og þeir þrír stjórnmálaflokkar í Danmörku sem mest gera út á útlendingaandúð benda síðan á það sem vanda innflytjenda en átta sig ekki á að vandinn er heimatilbúin sósíalísk fátæktargildra. Meðan 45% Danskra heimila er í einkaeigu þá búa 87% íslenskra heimila í eigin húsnæði og ekki nóg með það heldur hefur Íbúðalánasjóður gert skoðanakönnun á meðal íslenskra leigjenda og vildu einungis 9% þeirra sem eru á leigumarkaði vera þar… það jafngildir 1% allra Íslendinga….Heildarfjöldi íbúða á Íslandi eru 150 þúsund. Má ætla að heilsársbúseta sé í 140 þúsund þeirra og þar af eru því ca 18 þúsund leiguíbúðir. Fjöldi leiguíbúða eru námsmannaíbúðir, félagsmálaíbúðir og svo eru íbúðir hjá byggingafélögum eins og Brynju… Leiguíbúðir í eigu einkaaðila (einstaklingar og fyrirtæki) eru því líklega milli 5-10 þúsund eða kringum 5%. Fyrir þennan hóp ætla Sósíalistar að byggja 30 þúsund íbúðir. Ef allir sem vildu eiga íbúð gætu keypt þá þyrfti einungis rúmlega eitt þúsund leiguíbúðir á öllu landinu. Aðferð sósíalista mun leiða til þess að útiloka fólk frá því að eignast eigin íbúð og festa töluvert fleiri í viðjum leigufátæktar þar sem þú leigir alla ævi en situr eftir algjörlega eignalaus, meðan hinir efnameiri eiga sína íbúð skuld litla eða skuld lausa við upphaf lífeyristöku. Það er draumur kapitalsins, því hver haldið þið að láni leigufélögunum peninga? Það sem ESB sinnar vilja ekki að þú vitir En þá kemur að stóru spurningunni, hvers vegna eiga einungis 45% Danskra heimila eigið húsnæði? Hvers vegna mega 55% Dana ekki kaupa sér eign? Jú vegna þess að þeir fá ekki greiðslumat. Getur verið að þessir frábæru vextir sem Píratar, Samfylking og Viðreisn tala um séu ekki svona lágir eða ekki í boði fyrir alla? Það er nefnilega staðreynd að 30 ára húsnæðislán sem auglýst eru með föstum 1% vöxtum hjá dönskum bönkum eru einfaldlega dýrari en það er af því danskir bankar leggja ekki kostnað inn í vextina eins og á Íslandi, heldur leggja kostnaðinn eftir á ofan á og því er raunverulegur árlegur lántökukostnaður á ódýru húsnæðiláni milli 2,5% og 3,0% öll þessi 30 ár. Vissulega lægra en á hjá íslenskum bönkum en danskir bankar meta áhættu hjá dönskum húsnæðismarkaði minni þar sem það er einungis eigna- og tekjumeira fólk sem getur fest kaup á húsnæði. En stærsta hindrunin er hins vegar sú að afskaplega fáir Danir standast greiðslumat en þumalputta reglan er að lánsfjárhæðin er að hámarki þreföld árslaun að frátöldum öðrum lánum. Heimili með heildar mánaðalaun fyrir skatt upp á 600 þúsund íslenskar mætti því ekki kaupa dýrari eign en 21 miljón ef hún skuldaði ekkert fyrir. Þeir sem svo búa á landsbyggðinni í Danmörku fá síðan oft ekki 80% lán heldur einungis 60% og á einstaka svæðum fá bara ekki þessu lágu húsnæðislán. Hefðum við ekki slitið sambandi við Dani þá ætti helmingur íbúðareigenda á Íslandi ekki eigið húsnæði í dag og Íslendingar með laun undir meðaltekjum á Íslandi ættu því ekki kost á að kaupa sér húsnæði. Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir okkar afkomendur? Stefna Sósíalista, Pírata, Samfylkingu og Viðreisnar fyrir þessar kosningar er því að bjóða stærstum hluta þjóðarinnar fátæktargildru en hinum ríkari enn meira ríkidæmi. Við skulum því bara kalla Danmörk það sem hún er: Danmörk er sósíalískur draumur hinna efnameiri. Hafir þú þegar kosið þessa flokka getur þú alltaf farið og kosið aftur, það má ekki gerast að við látum þessa framtíð yfir okkur ganga. Er ekki nær að hjálpa fleirum að eignast sitt eigið húsnæði? Það gerum við ekki inn í ESB með þeirra gettóhverfi og lán sem eru bara í boði fyrir þá efnameiri. Höfundur er tæknifræðingur og verktaki í Danmörku. Einnig húsnæðiseigandi og því hluti 45% hópsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í Danmörku og það er tími til kominn að Íslendingar fái að vita sannleikann um sósíalistaríkið Danmörku innan ESB. Fátæktargildra Sósíalista Sósíalistar á Íslandi vilja byggja 30 þúsund leiguíbúðir að fyrirmynd Dana. Danir hafa vissulega byggt margar leiguíbúðir en það hefur ekki leitt til jöfnuðar heldur er þetta fátæktargildra sem Sósíalistar eru að boða. Einungis 45% Danskra heimila fær greiðslumat til að kaupa eigið húsnæði, auðvitað þarf þá mikið af leiguíbúðum. Hefur þetta fækkað leiguíbúðum í einkaeigu? Nei aldeilis ekki. Til að mynda á einn verktaki hér í mínum bæ (jafn stór og Kópavogur) hátt í 200 leiguíbúðir og ef allt er tekið saman eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila hér í bæ fleiri hundruð. Þannig er það um alla Danmörku því heilt yfir eru leiguíbúðir í eigu einkaaðila á bilinu 7-10% allra íbúða. Það er því ástæða fyrir því að stór hluti Dana neyðist til að búa í leiguíbúð en ekki almennur vilji. Sjálfsagt einhver hluti sem vill en alls ekki 55% heimila. Að auki þá hafa byggst upp hverfi þar sem fólk hefur fests í fátæktargildru og félagsmálapakka, hin frægu Gettóhverfi Dana og nú síðustu 10 ár hafa Danir þurft að taka á sínum stóra til að snúa þessari þróun við með því að rífa heilu hverfin og selja íbúðir, endurtek selja íbúðir. Nú er meira að segja orðið þannig að glæpir í þessum hverfum fá hærri refsingu en utan þess. Innflytjendur eru í enn verri stöðu og festast í þessum gettóhverfum og þeir þrír stjórnmálaflokkar í Danmörku sem mest gera út á útlendingaandúð benda síðan á það sem vanda innflytjenda en átta sig ekki á að vandinn er heimatilbúin sósíalísk fátæktargildra. Meðan 45% Danskra heimila er í einkaeigu þá búa 87% íslenskra heimila í eigin húsnæði og ekki nóg með það heldur hefur Íbúðalánasjóður gert skoðanakönnun á meðal íslenskra leigjenda og vildu einungis 9% þeirra sem eru á leigumarkaði vera þar… það jafngildir 1% allra Íslendinga….Heildarfjöldi íbúða á Íslandi eru 150 þúsund. Má ætla að heilsársbúseta sé í 140 þúsund þeirra og þar af eru því ca 18 þúsund leiguíbúðir. Fjöldi leiguíbúða eru námsmannaíbúðir, félagsmálaíbúðir og svo eru íbúðir hjá byggingafélögum eins og Brynju… Leiguíbúðir í eigu einkaaðila (einstaklingar og fyrirtæki) eru því líklega milli 5-10 þúsund eða kringum 5%. Fyrir þennan hóp ætla Sósíalistar að byggja 30 þúsund íbúðir. Ef allir sem vildu eiga íbúð gætu keypt þá þyrfti einungis rúmlega eitt þúsund leiguíbúðir á öllu landinu. Aðferð sósíalista mun leiða til þess að útiloka fólk frá því að eignast eigin íbúð og festa töluvert fleiri í viðjum leigufátæktar þar sem þú leigir alla ævi en situr eftir algjörlega eignalaus, meðan hinir efnameiri eiga sína íbúð skuld litla eða skuld lausa við upphaf lífeyristöku. Það er draumur kapitalsins, því hver haldið þið að láni leigufélögunum peninga? Það sem ESB sinnar vilja ekki að þú vitir En þá kemur að stóru spurningunni, hvers vegna eiga einungis 45% Danskra heimila eigið húsnæði? Hvers vegna mega 55% Dana ekki kaupa sér eign? Jú vegna þess að þeir fá ekki greiðslumat. Getur verið að þessir frábæru vextir sem Píratar, Samfylking og Viðreisn tala um séu ekki svona lágir eða ekki í boði fyrir alla? Það er nefnilega staðreynd að 30 ára húsnæðislán sem auglýst eru með föstum 1% vöxtum hjá dönskum bönkum eru einfaldlega dýrari en það er af því danskir bankar leggja ekki kostnað inn í vextina eins og á Íslandi, heldur leggja kostnaðinn eftir á ofan á og því er raunverulegur árlegur lántökukostnaður á ódýru húsnæðiláni milli 2,5% og 3,0% öll þessi 30 ár. Vissulega lægra en á hjá íslenskum bönkum en danskir bankar meta áhættu hjá dönskum húsnæðismarkaði minni þar sem það er einungis eigna- og tekjumeira fólk sem getur fest kaup á húsnæði. En stærsta hindrunin er hins vegar sú að afskaplega fáir Danir standast greiðslumat en þumalputta reglan er að lánsfjárhæðin er að hámarki þreföld árslaun að frátöldum öðrum lánum. Heimili með heildar mánaðalaun fyrir skatt upp á 600 þúsund íslenskar mætti því ekki kaupa dýrari eign en 21 miljón ef hún skuldaði ekkert fyrir. Þeir sem svo búa á landsbyggðinni í Danmörku fá síðan oft ekki 80% lán heldur einungis 60% og á einstaka svæðum fá bara ekki þessu lágu húsnæðislán. Hefðum við ekki slitið sambandi við Dani þá ætti helmingur íbúðareigenda á Íslandi ekki eigið húsnæði í dag og Íslendingar með laun undir meðaltekjum á Íslandi ættu því ekki kost á að kaupa sér húsnæði. Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir okkar afkomendur? Stefna Sósíalista, Pírata, Samfylkingu og Viðreisnar fyrir þessar kosningar er því að bjóða stærstum hluta þjóðarinnar fátæktargildru en hinum ríkari enn meira ríkidæmi. Við skulum því bara kalla Danmörk það sem hún er: Danmörk er sósíalískur draumur hinna efnameiri. Hafir þú þegar kosið þessa flokka getur þú alltaf farið og kosið aftur, það má ekki gerast að við látum þessa framtíð yfir okkur ganga. Er ekki nær að hjálpa fleirum að eignast sitt eigið húsnæði? Það gerum við ekki inn í ESB með þeirra gettóhverfi og lán sem eru bara í boði fyrir þá efnameiri. Höfundur er tæknifræðingur og verktaki í Danmörku. Einnig húsnæðiseigandi og því hluti 45% hópsins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar