Fram áfram taplaust | Þróttarar fallnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 16:56 Grindvíkingar unnu sigur á Aftureldingu í dag Það fór fram heil umferð í Lengjudeild karla í dag. ÍBV er öruggt upp, Framarar eygja enn von um að klára tímabilið án tapleiks en það er sorg í Laugardalnum því Þróttarar eru fallnir. Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast. Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Það fóru fram sex leikir í lengjudeild karla í dag. Á Domusnova vellinum í Breiðholti mættu heimamenn í Kórdrengjum sjóðheitum Frömurum. Kórdrengir gerðu sitt til þess að skila Fram sínu fyrsta tapi í sumar en það tókst þó ekki og endaði leikurinn 2-2 eftir að Guðmundur Magnússon skoraði á 95. mínútu. Arnleifur Hjörleifsson og Loic Ondo skoruðu mörk Kórrdrengja en Kyle McLagan og Fyrrnefndur Guðmundur skoruðu mörk Fram sem er langefst með 55 stig. Kórdrengir eru komnir niður í fjórða sætið með 38 stig. Á Extra vellinum komu Vestramenn í heimsókn og öttu kappi við Fjölni. Gamla kempan Baldur Sigurðsson skoraði á 6. mínútu leiksins áður en Luke Rae jafnaði metin á 44. mínútu. Það var svo Ragnar Leósson sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok leiks. 2-1 fyrir Fjölni sem lyfti sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Vestri siglir lygnan sjó í fimmta sætinu. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík sem voru fallnir í heimsókn. Eyjamenn unnu fínan sigur og eru á leiðinni upp um deild. Í Ólafsvík var boðið upp á markasúpu þegar að lánlausir Ólsarar lágu fyrir Gróttu. Lokatölur 3-5 þar sem Grótta komst í 0-4 áður en Víkingar löguðu stöðuna. Víkingar langneðstir með fimm stig en Grótta í sjötta sæti með 29. Grindvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ og unnu 1-3 sigur á Aftureldingu. Vonbrigðatímabil hjá þeim gulu en góður sigur engu að síður. Afturelding í níunda sæti með 23 stig en Grindavík í því sjöunda með 26. Selfoss vann Þór Akureyri á Akureyri 1-2 í leik sem skipti litlu máli. Þórsarar sennilega sáttir við að tímabilið sé að klárast.
Fram Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira