MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 23:31 Dómari í málinu skoðar hluta af vélinni sem settur var saman vegna rannsóknar á því hvað gerðist þegar MH17 var skotin niður. Vitaly Chugin/TASS Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir hafa verið um að bera ábyrgð á ódæðinu fara nú fram í Amsterdam í Hollandi. Alls létust 298 þegar vélin var skotin niður með eldflaug. Teymi rannsakenda telur víst að uppreisnarmenn sem styðja Rússa hafi skotið eldflauginni. Fjölskyldur þeirra sem létust fá nú tækifæri til þess að bera vitni í réttarhöldunum sem eru meira til sýnis en annað, þar sem fjórmenningarnir eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Verði þeir fundnir sekir er ólíklegt að þeir verði einhvern tímann framseldir til Hollands til þess að sæta refsingu. Wim van der Graaf er einn þeirra sem borið hefur vitni en hann missti son sinn í árásinni. Hinn þrítugi Laurens van der Graaf, kennari í Amsterdam, var á leið í frí til Balí með kærustu sinni. Athygli vakti að á meðan Wim gaf skýrslu hengdi hann bakpoka á stól fyrir framan sig. Bakpokinn fannst í heilu lagi í braki vélarinnar og var í eigu Laurens. Father of 30-year-old Laurens van der Graaff has brought his son’s rucksack into courtroom. It was found in the wreckage #MH17 pic.twitter.com/w25NCDnQa0— anna holligan 🎙 (@annaholligan) September 10, 2021 „Tíminn líður áfram og hann krefst endalausrar þolinmæði. Við erum enn að bíða eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ sagði van der Graaf en í vitnisburði hann lýsti hann hinum endalausa sársauka sem fylgir því að missa barnið sitt. Sagði hann það naga sig að innan að fá ekki að vita hver það hafi verið sem drap son hans. Réttarhöldin snúast um fjóra menn. Tvo meinta herleyniþjónustumenn Rússa, Sergey Dubinski og Oleg Pulatov. Þá er ofursti í FSB, leyniþjónustu Rússlands, Igor Girkin sakaður um aðild auk Leonid Kharchenko Úkraínumanns með engan bakgrunn í hernaði. Árið 2018 greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu.
MH17 Holland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09 Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57 MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Aðalmeðferð hafin vegna gröndunar MH17 Í gær hófst aðalmeðferð í máli hollenska ríkisins gegn fjórum sakborningum sem grunaðir eru um að hafa skotið niður Boeing 777 flugvél Flugfélags Malasíu. 8. júní 2021 12:09
Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 yfir Úkraínu árið 2014. 10. júlí 2020 17:57
MH17: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum Alþjóðlegt teymi rannsakenda sem skoðað hafa atvikið þegar malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014 hafa opinberað upptökur símtala sem þeir segja vera á milli aðskilnaðarsinna í Úkraínu og embættismanna í Rússlandi. Upptökurnar segja rannsakendurnir að séu til marks um náið samstarf aðskilnaðarsinna við yfirvöld Rússlands. 14. nóvember 2019 15:00
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23