Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:08 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Vísir/JóiK Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Föðurnum var gefið að sök brot á hegningar- og barnaverndarlögum með því að hafa síðdegis dag nokkurn í október í fyrra reiðst fjórtán ára dóttur sinni, tekið í axlir hennar og ýtt inn í svefnherbergi. Þar hafi hann rifið í hana og ýtt svo hún féll á gólfið, haldið henni niðri og sparkað að minnsta kosti einu sinni í fætur hennar eða læri. Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut eymsli fyrir ofan hægra eyra og varð hrædd, fór að hágráta en allt framtalið var metið ruddalegt og særandi gagnvart stúlkunni. Faðirinn neitaði sök í málinu. Föðurnum, sambýliskonu hans og stúlkunni bar í öllum meginatriðum saman um aðdraganda þess sem gerðist á sameiginlegu heimili þeirra. Upphafið hafi verið fúkyrði sem stúlkan lét falla í eldhúsinu. Faðirinn hélt allan tímann fram við meðferð málsins að hann hefði snöggreiðst, risið úr stól sínum en svo farið í skyndingu á eftir stúlkunni þar sem hún var á leið sinni eftir gangi að eigin herbergi. Varðandi það sem gerðist í framhaldinu eru feðginin ein til frásagnar um. Báru þau bæði við nokkru minnisleysi um atvik við meðferð málsins. Dómurinn telur að þar hafi komið til hugaræsingur þeirra og tilfinningalegt ójafnvægi auk bræði föður. Hann lýsti því að hafa misst stjórn á skapi sínu um stund en stúlkan lýsti verulegri hræðslu á verknaðarstund. Lögreglumenn á vettvangi báru að stúlkan hefði verið í miklu ójafnvægi skömmu eftir samskiptin við föður sinn. Dómurinn taldi sig ekki geta litið fram hjá því að stúlkan var ung að árum og faðirinn vel meðvitaður um vandkvæði sem höfðu hrjáð hana misserin á undan. Hann hafði leitað aðstoðar hjá fagaðilum vegna félagslegra erfiðleika, vanlíðunar og áhættuhegðunar. Viðurkenndi hann að hafa ýtt stúlkunni til í herberginu þannig að hún hefði farið á eigið rúm og haldið henni þar. Þá játaði hann að stúlkan hefði fallið á herbergisgólfið. Auk þessa sagði stúlkan að faðir hennar hefði beitt hana valdi. Það hefði byrjað fyrir utan herbergið og svo færst þangað inn. Hún hefði mátt þola tök um axlir, ýtingar og hárreytingu af hálfu föður. Dómurinn taldi þá frásögn fá nokkra stoð í vottorði læknis meðal annars varðandi höfuðeymsli. Einnig í ljósmynd og myndatexta lögreglu af vettvangi og svo frásögn lögreglu af vettvangi og starfsmanns barnaverndar sem mætti þangað. Að öllu þessu sögðu þótti frásögn stúlkunnar um valdbeitingu trúverðug og lögð til grundvallar. Var faðirinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna miskabóta. Réttargæslumaður stúlkunnar hafði farið fram á 2,5 milljónir króna í bætur. Faðirinn á ekki að baki sakaferil.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira