Mikil dramatík er FH og Afturelding fóru í 8-liða úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 22:15 Ásbjörn Friðriksson var öflugur gegn Haukum í kvöld. vísir/vilhelm 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta hófust í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar ÍBV eru úr keppni og þá var grannaslagur í Hafnarfirði. Um er að ræða bikarkeppni síðasta tímabils en ekki tókst að klára keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarinn verður því spilaður sem hraðmót núna í haust áður en deildarkeppnin hefst að nýju. Afturelding tók á móti ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Mosfellsbæ. Leikur liðanna var gríðarjafn allt frá upphafi og staðan 15-15 í leikhléi. Mosfellingar komust þremur mörkum yfir, 22-19, en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega á ný og fátt sem fékk liðin aðskilin til loka. Þorsteinn Leó Gunnarsson kom Aftureldingu 29-28 yfir á lokamínútu leiksins og fengu Eyjamenn í kjölfarið dæmd á sig skref í lokasókn sinni. Mosfellingar unnu með eins marks mun og eru komnir í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Mílunni eða Fjölni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sjö mörk en Túnisinn Hamza Kablouti, sem kom í sumar, var með sex. Rúnar Kárason sem Eyjamenn sömdu við fyrir tímabilið var þeirra markahæstur með sex mörk, rétt eins og Theodór Sigurbjörnsson. Björgvin langt því frá hættur Á Seltjarnarnesi var Stjarnan í heimsókn hjá Gróttu. Björgvin Hólmgeirsson, sem nýlega tók fram skóna með Stjörnunni eftir að hafa hætt í vor, fór þar hamförum og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Garðbæinga, 28-24. Garðbæingar voru með forystuna nánast frá upphafi og leiddu 14-10 í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð. Stjarnan mætir KA í 8-liða úrslitum á mánudaginn. Dramatískur FH-sigur í Hafnarfjarðarslagnum Í Kaplakrika var stórleikur kvöldsins. FH tók þar á móti grönnum sínum í Haukum, sem urðu deildarmeistarar á síðustu leiktíð og hlutu silfur á Íslandsmótinu. Haukar byrjuðu betur og komust 7-3 yfir eftir um tíu mínútna leik. FH svaraði með fjórum mörkum í röð til að jafna 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. FH nýtti þann meðbyr og komst í 11-9 en voru með eins mark forskot í hálfleik, 15-14. FH var með eins til tveggja marka forskot framan af síðari hálfleik en Haukar jöfnuðu 19-19 um hann miðjan. FH var þó áfram með yfirhöndina og komst þremur mörkum yfir, 25-22, þegar um sjö mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn og höfðu tækifæri til að jafna er þeir fengu vítakast í stöðunni 26-25, þegar tvær mínútur voru eftir. Brynjólfur Snær Brynjólfsson steig á vítalínuna og kastaði í andlit Phil Döhler, markvarðar FH, boltinn barst aftur til Brynjólfs sem skoraði. Eftir þónokkra bið og mikla reikistefnu var Brynjólfi ekki refsað, þrátt fyrir óskir FH-inga um rautt spjald, þar sem Döhler hreyfði sig þegar hann fékk boltann framan í sig. Markið var þó heldur ekki gilt og aukakast dæmt fyrir Hauka. Darri Aronsson skoraði úr sókninni til að jafna fyrir Hauka, 26-26. Gytis Smantauskas skoraði strax úr næstu sókn fyrir FH og Haukar höfðu tæpa mínútu til að jafna. Phil Döhler varði skot Darra Aronssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar með leikinn í eigin höndum þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari þeirra, tók leikhlé. FH-ingum tókst að halda boltanum til loka og slógu granna sína úr keppni með 27-26 sigri. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með átta mörk en Egill Magnússon skoraði sjö. Darri Aronsson skoraði átta fyrir Hauka en Stefán Rafn Sigurmannsson sex. FH mætir annað hvort Víkingi eða Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum. FH Afturelding Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Um er að ræða bikarkeppni síðasta tímabils en ekki tókst að klára keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarinn verður því spilaður sem hraðmót núna í haust áður en deildarkeppnin hefst að nýju. Afturelding tók á móti ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Mosfellsbæ. Leikur liðanna var gríðarjafn allt frá upphafi og staðan 15-15 í leikhléi. Mosfellingar komust þremur mörkum yfir, 22-19, en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega á ný og fátt sem fékk liðin aðskilin til loka. Þorsteinn Leó Gunnarsson kom Aftureldingu 29-28 yfir á lokamínútu leiksins og fengu Eyjamenn í kjölfarið dæmd á sig skref í lokasókn sinni. Mosfellingar unnu með eins marks mun og eru komnir í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Mílunni eða Fjölni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sjö mörk en Túnisinn Hamza Kablouti, sem kom í sumar, var með sex. Rúnar Kárason sem Eyjamenn sömdu við fyrir tímabilið var þeirra markahæstur með sex mörk, rétt eins og Theodór Sigurbjörnsson. Björgvin langt því frá hættur Á Seltjarnarnesi var Stjarnan í heimsókn hjá Gróttu. Björgvin Hólmgeirsson, sem nýlega tók fram skóna með Stjörnunni eftir að hafa hætt í vor, fór þar hamförum og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Garðbæinga, 28-24. Garðbæingar voru með forystuna nánast frá upphafi og leiddu 14-10 í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð. Stjarnan mætir KA í 8-liða úrslitum á mánudaginn. Dramatískur FH-sigur í Hafnarfjarðarslagnum Í Kaplakrika var stórleikur kvöldsins. FH tók þar á móti grönnum sínum í Haukum, sem urðu deildarmeistarar á síðustu leiktíð og hlutu silfur á Íslandsmótinu. Haukar byrjuðu betur og komust 7-3 yfir eftir um tíu mínútna leik. FH svaraði með fjórum mörkum í röð til að jafna 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. FH nýtti þann meðbyr og komst í 11-9 en voru með eins mark forskot í hálfleik, 15-14. FH var með eins til tveggja marka forskot framan af síðari hálfleik en Haukar jöfnuðu 19-19 um hann miðjan. FH var þó áfram með yfirhöndina og komst þremur mörkum yfir, 25-22, þegar um sjö mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn og höfðu tækifæri til að jafna er þeir fengu vítakast í stöðunni 26-25, þegar tvær mínútur voru eftir. Brynjólfur Snær Brynjólfsson steig á vítalínuna og kastaði í andlit Phil Döhler, markvarðar FH, boltinn barst aftur til Brynjólfs sem skoraði. Eftir þónokkra bið og mikla reikistefnu var Brynjólfi ekki refsað, þrátt fyrir óskir FH-inga um rautt spjald, þar sem Döhler hreyfði sig þegar hann fékk boltann framan í sig. Markið var þó heldur ekki gilt og aukakast dæmt fyrir Hauka. Darri Aronsson skoraði úr sókninni til að jafna fyrir Hauka, 26-26. Gytis Smantauskas skoraði strax úr næstu sókn fyrir FH og Haukar höfðu tæpa mínútu til að jafna. Phil Döhler varði skot Darra Aronssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar með leikinn í eigin höndum þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari þeirra, tók leikhlé. FH-ingum tókst að halda boltanum til loka og slógu granna sína úr keppni með 27-26 sigri. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með átta mörk en Egill Magnússon skoraði sjö. Darri Aronsson skoraði átta fyrir Hauka en Stefán Rafn Sigurmannsson sex. FH mætir annað hvort Víkingi eða Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum.
FH Afturelding Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn