Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 20:02 Söfunarkassar Climeworks eru einfaldir í uppsetningu. Töluverðan varma þarf fyrir starfsemina. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif. Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif.
Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08