Fjölbreyttari menntun Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 8. september 2021 11:32 Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun