Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 14:50 Allt að 500 manns eru talin hafa safnast saman í Kabúl í dag til mótmæla gegn Talibönum og stjórnvöldum í Pakistan. Talibanar, sem hafa tekið öll völd í Afganistan, skutu að mótmælendum og stökktu þeim á flótta. Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði. Allt að 500 manns höfðu safnast saman utan við sendiráð Pakistans í borginni, þar af tugir kvenna, til að mótmæla afskiptum stjórnvalda í Islamabad af innanríkismálum í Afganistan. Mótmælendur sökuðu Pakistan um að hafa aðstoðað Talibana við að leggja undir sig Panjshir-dal með leiftursókn í gær, en það var síðasta hérað landsins sem veitti Talibönum mótspyrnu. Áður höfðu Talibanar barið niður mótmæli á laugardag, en þegar samkoman í dag færði sig um set og fór að nálgast forsetahöllina, hófu þeir skothríð og stökktu fólki á flótta. Fram kemur í frétt AP að enn séu hundruð Afgana að freista þess að komast úr landinu, meðal annars bíði 2.000 manns í borginni Mazar-e-Sharif eftir að komast um borð í fjórar farþegaþotur sem þar eru. Talibanar hafa heitið því að hleypa úr landi öllum þeim sem hafa vegabréfsáritanir, en óvíst er hvort þessi hópur uppfylli það skilyrði. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samningaviðræður hafi staðið yfir við Talibana um áframhaldandi brottflutninga á næstunni. A member of the Taliban forces points his gun at protesters, as Afghan demonstrators shout slogans during an anti-Pakistan protest, near the Pakistan embassy in Kabul, Afghanistan September 7, 2021. REUTERS pic.twitter.com/X2M9TkfL8L— Idrees Ali (@idreesali114) September 7, 2021 Afganistan Tengdar fréttir Lofar andspyrnu gegn Talibönum Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram. 6. september 2021 15:56 Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6. september 2021 06:49 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Allt að 500 manns höfðu safnast saman utan við sendiráð Pakistans í borginni, þar af tugir kvenna, til að mótmæla afskiptum stjórnvalda í Islamabad af innanríkismálum í Afganistan. Mótmælendur sökuðu Pakistan um að hafa aðstoðað Talibana við að leggja undir sig Panjshir-dal með leiftursókn í gær, en það var síðasta hérað landsins sem veitti Talibönum mótspyrnu. Áður höfðu Talibanar barið niður mótmæli á laugardag, en þegar samkoman í dag færði sig um set og fór að nálgast forsetahöllina, hófu þeir skothríð og stökktu fólki á flótta. Fram kemur í frétt AP að enn séu hundruð Afgana að freista þess að komast úr landinu, meðal annars bíði 2.000 manns í borginni Mazar-e-Sharif eftir að komast um borð í fjórar farþegaþotur sem þar eru. Talibanar hafa heitið því að hleypa úr landi öllum þeim sem hafa vegabréfsáritanir, en óvíst er hvort þessi hópur uppfylli það skilyrði. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að samningaviðræður hafi staðið yfir við Talibana um áframhaldandi brottflutninga á næstunni. A member of the Taliban forces points his gun at protesters, as Afghan demonstrators shout slogans during an anti-Pakistan protest, near the Pakistan embassy in Kabul, Afghanistan September 7, 2021. REUTERS pic.twitter.com/X2M9TkfL8L— Idrees Ali (@idreesali114) September 7, 2021
Afganistan Tengdar fréttir Lofar andspyrnu gegn Talibönum Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram. 6. september 2021 15:56 Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6. september 2021 06:49 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Lofar andspyrnu gegn Talibönum Þrátt fyrir fullyrðingar Talibana um að hafa náð síðasta héraðinu í Afganistan undir sína stjórn, segir talsmaður andspyrnuhreyfingarinnar NRF að baráttan í Panjshir-dal haldi áfram. 6. september 2021 15:56
Talíbanar segjast hafa náð yfirráðum yfir Panjshir Talíbanar segjast nú hafa náð yfirráðum yfir Panjshir-dal, sem er síðasta vígi andstæðinga þeirra í Afganistan. Miklir bardagar hafa geisað á svæðinu síðustu daga en dalurinn er norður af höfuðborginni Kabúl. 6. september 2021 06:49
Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40
Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni. 4. september 2021 21:40