Tilbúin með aðstöðu til að framkvæma hraðpróf fyrir smitgát og stærri viðburði Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 15:11 Hraðprófin verða tekin í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Vísir/vilhelm Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september. Að því loknu verður þeim sem sæta smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa farið fram. Áætlað er að þar verði opið frá 8 til 20 virka daga og 9 til 15 um helgar fyrst um sinn. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar. Með nýlegri reglugerðarbreytingu er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir Covid-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát er gert að fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Heimila stærri viðburði Einnig heimila nýjar reglur að haldnir séu allt að 500 manna viðburðir með því skilyrði að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið að útfærslu á sýnatöku og notkun hraðprófa vegna þessa. Mun fólki standa til boða að fara í hraðpróf sér að kostnaðarlausu og fá niðurstöðuna beint í símann. Keypt mörg hundruð þúsund hraðpróf Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi þegar fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Reynir heilsugæslan nú að bæta við sig starfsfólki í ljósi þessa umfangsmikla verkefnis. Að sögn heilsugæslunnar hefur hún nú tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram á heilsugæslum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Að því loknu verður þeim sem sæta smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa farið fram. Áætlað er að þar verði opið frá 8 til 20 virka daga og 9 til 15 um helgar fyrst um sinn. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar. Með nýlegri reglugerðarbreytingu er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir Covid-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát er gert að fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Heimila stærri viðburði Einnig heimila nýjar reglur að haldnir séu allt að 500 manna viðburðir með því skilyrði að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið að útfærslu á sýnatöku og notkun hraðprófa vegna þessa. Mun fólki standa til boða að fara í hraðpróf sér að kostnaðarlausu og fá niðurstöðuna beint í símann. Keypt mörg hundruð þúsund hraðpróf Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi þegar fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Reynir heilsugæslan nú að bæta við sig starfsfólki í ljósi þessa umfangsmikla verkefnis. Að sögn heilsugæslunnar hefur hún nú tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram á heilsugæslum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07