Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 10:31 Heilbrigðisstarfsmenn flytja íbúa á brott úr vöruskemmunni. AP/Chris Granger Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. „Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
„Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira