Margir bestu kvenkylfingar heims taka þátt á mótinu þar sem lið Evrópu og Bandaríkjanna keppa um Solheim-bikarinn. Evrópska liðið var öflugra í fjórbolta gær og er með tveggja vinninga forystu fyrir lokadaginn í dag. Mótið fer fram á Inverness-golfvellinum í Ohio í Bandaríkjunum.
Keppt verður í einstaklingsflokki í dag en lið Evrópu getur varið titil sinn og unnið hann í aðeins annað sinn í Bandaríkjunum.
Keppni hefst á mótinu klukkan 16:00 í dag og verður sýnt beint á Stöð 2 Golf.
Þá er GameTíví á dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 í kvöld.