Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví.
Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG
— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021
Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa.
Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn.
Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir.
ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.
— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021
Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld.
Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins.
Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni
Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað.
Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum.
#Eliminatorias
— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021
El encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.
Fréttin hefur verið uppfærð.