Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 19:46 Brazil v Argentina - FIFA World Cup 2022 Qatar Qualifier SAO PAULO, BRAZIL - SEPTEMBER 05: Health staff members argue with Head coach of Argentina Lionel Scaloni (C) and players of Brazil and Argentina during a match between Brazil and Argentina as part of South American Qualifiers for Qatar 2022 at Arena Corinthians on September 05, 2021 in Sao Paulo, Brazil. (Photo by Alexandre Schneider/Getty Images) Alexandre Schneider/Getty Images Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira