Þórey Rósa Stefánsdóttir: Markmiðið fyrir tímabilið er að vinna allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 16:34 Þórey Rósa skoraði sex mörk í dag. VÍSIR/BÁRA Fram vann öruggan sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag, 21- 28 og eru því Meistarar meistaranna. Fyrirliði Fram var að vonum sátt við sigurinn. „Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“ Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50