Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2021 20:00 Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. VÍSIR/HELENA RAKEL Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“ Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“
Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira