Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2021 20:00 Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. VÍSIR/HELENA RAKEL Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“ Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“
Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira