Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 12:26 Björgunarsveitir hafa tekið upp notkun dróna við leit í fjallendi. Vísir/Vilhelm Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“ Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira