Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 12:26 Björgunarsveitir hafa tekið upp notkun dróna við leit í fjallendi. Vísir/Vilhelm Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“ Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira