Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 12:48 Ráðherra segir ljóst að koma þurfi á miðlægu skráningarkerfi sem heldur utan um skólasókn. Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira