Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 12:48 Ráðherra segir ljóst að koma þurfi á miðlægu skráningarkerfi sem heldur utan um skólasókn. Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Andrés Inga Jónssonar Pírata. Ráðuneytið óskaði svara hjá sveitarfélögunum og fékk frá 68 af 72. Heildarfjöldi barna sem var ekki skráður í skóla innan sveitarfélags var 1.646 en þar af voru 279 börn sem óvíst var að væru yfirhöfuð skráð til náms og þá hvar. Umrædd börn voru flest í fjölmennustu sveitarfélögunum. Í Reykjavík voru þau við fyrstu athugun 179 en eftir nánari eftirgrennslan reyndust þau 80. Langflest barnanna hefðu aldrei verið skráð í skóla í Reykjavík og stór hluti þeirra væri af erlendum uppruna. „Erfitt getur verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heimilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveitarfélögum tekst ekki að hafa upp á foreldrum og forráðamönnum barna á skólaskyldualdri. Með vísan til meðfylgjandi töflu má ætla að ástæður geti m.a. falist í því að börn og foreldrar þeirra hafi flutt búsetu sína erlendis en ekki tilkynnt það til Þjóðskrár Íslands,“ segir í svörum ráðherra. Sveitafélögin sögðust flest telja að um væri að ræða tilvik þar sem foreldrar barna hefðu flutt fjölskylduna út fyrir landsteinana án þess að láta Þjóðskrá vita. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar bentu á að ekkert kerfi væri til sem héldi utan um skólaskráningu á Íslandi og tryggði að öll íslensk börn væru skráð í grunnskóla. Í svari ráðuneytisins segir að það sé „á ábyrgð sveitarfélaga, skólastjóra grunnskóla, foreldra og forráðamanna að öll börn á skólaskyldualdri sæki grunnskóla og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana ef í ljós kemur að svo er ekki“. Könnunin að baki svarinu hafi varpað ljós á mikilvægi þess að komið verði á miðlægu skráningarkerfi „svo að unnt sé að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla“. Unnið sé að þarfagreiningu vegna slíks kerfis.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira