Ofbeldismaður á skilorði grunaður um kynferðisbrot í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 12:01 Maðurinn var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á konu í heimahúsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á konu í Vestmannaeyjum aðfaranótt fimmtudags hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. Hann var í fyrra dæmdur fyrir fólskulega líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Maðurinn, sem er 22 ára, var handtekinn á aðfaranótt fimmtudags eftir að lögregla var kölluð að heimahúsi í Vestmannaeyjum vegna kynferðisbrots. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða sama mann og var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í fyrra fyrir fólskulega líkamsárás, eftir að hafa gengið í skrokk á 17 ára kærustu sinni, Kamillu Ívarsdóttur, sem greindi frá ofbeldinu í ítarlegu viðtali í Kastljósi. Kamilla hefur kært manninn fyrir þrjár grófar líkamsárásir, sú fyrsta átti sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018, önnur í október 2019 en sú þriðja í maí 2020. Maðurinn sat inni í fimm mánuði fyrir þá fyrri af tólf mánaða dómi, en þar sem hann hafði setið svo lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins var afplánunartími styttur. Hann hefur nú verið fluttur á Hólmsheiði þar sem hann átti útistandandi dóm. Lýsingar Kamillu á ofbeldinu sem hún varð fyrir vöktu mikla athygli á sínum tíma. Sagði hún meðal annars að hann hafi tekið hana upp yfir axlir sínar og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Því næst hafi hann tekið hana kyrkingartaki. „Svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum,“ sagði Kamilla í viðtali í Kastljósi. Þá hafi maðurinn hótað að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ekki búsettur í Vestmannaeyjum en var staddur þar vegna þess að skipið sem hann vinnur á var þar í landi. Hann hafði aðeins verið í Vestmannaeyjum í hálfan sólarhring þegar hann var handtekinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á var flutt til Reykjavíkur á neyðarmóttöku með þyrlu, þar sem hún gekkst undir læknisskoðun og til að safna sönnunargögnum í þágu rannsóknarinnar. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn miði vel áfram en konan mun mæta til skýrslutöku hjá lögreglu síðar í dag.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2. september 2021 14:35
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08