Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. september 2021 08:00 Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum. Samsett Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni. Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53