Þá verður rætt við Höllu Gunnarsdóttur sem segir valdaójafnvægi innan KSÍ frekar hafa aukist en minnkað frá því hún bauð sig fram til formanns hjá sambandinu árið 2007.
Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað vegna samkomutakmarkana. Rætt verður við framkvæmdastjóra hátíðarinnar í fréttatímanum.
Svo verður sagt frá því að aðdáendur ABBA bíði með öndina í hálsinum eftir að sveitin komi saman síðdegis þegar búist er við að kynnt verði ný lög og sýndartónleikaferð.
Þetta og meira til í hádegisfréttum á Bylgjunni kl. 12.
Hægt er að hlusta á fréttirnar í spilaranum að neðan.