„Ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 11:23 Iceland Airwaves hefur iðulega verið vel sótt og lífgað upp á borgina. Svo verður ekki í ár. Vísir/andri marinó Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar. „Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira