„Ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 11:23 Iceland Airwaves hefur iðulega verið vel sótt og lífgað upp á borgina. Svo verður ekki í ár. Vísir/andri marinó Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar. „Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira