Oddvitaáskorunin: Mótmælti kjúklingaáti í kjúklingabúning Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 15:01 Magnús D. Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Magnús D. Norðdahl leiðir lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum. „Magnús Davíð Norðdahl heiti ég og er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég er giftur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og saman eigum við tvö börn. Ásamt því að ljúka meistaraprófi í lögfræði er ég með BA-próf í heimspeki, sótti framhaldsnám til Nýja Sjálands og hef einnig búið og unnið í Danmörku. Samhliða háskólanámi sinnti ég kennslu í grunnskóla um fjögurra ára skeið. Þá hef ég tekið þátt í starfi Íslandsdeildar Amnesty International var um tíma stjórnarformaður deildarinnar. Á starfsferli mínum sem sjálfstætt starfandi lögmaður hef ég sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum og átt sér fáa ef einhverja málsvara. Ber þar hæst störf mín í þágu hælisleitenda en sá málaflokkur er pólitískur í eðli sínu og átökin oft beinst að þeim sem fara með málaflokkinn, þ.e. Sjálfstæðisflokknum með yfirráð sín yfir dómsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Barátta mín á þeim vettvangi hefur skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags.“ „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni.“ Komið að öðrum „Landsbyggðin sem heild og ekki síst byggðakjarnar í Norðvesturkjördæmi hafa á síðustu árum og áratugum átt undir högg að sækja. Ástæðan er fyrst og síðast skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa stjórnmálamenn enn sem komið er ekki náð því markmiði að reisa byggðir kjördæmisins á þann stall sem þær eiga skilið. Þó að ýmislegt hafi vissulega áunnist er staðan eftir sem áður sú að ungir einstaklingar, sem hafa einlægan áhuga á því að setjast að í sínum heimabyggðum eftir dvöl í Reykjavík eða á erlendri grundu, sjá sér í mörgum tilvikum ekki fært að snúa aftur. Þessu þarf að breyta og tryggja vel launuð og góð störf um land allt. Tækifærin ættu að vera mörg og fjölbreytileg en innviðina og raunverulegan pólitískan vilja virðist vantar þegar á hólminn er komið. Það á ekki að skipta máli hvort einstaklingur fæðist í Reykjavík eða á landsbyggðinni, tækifærin eiga að vera þau sömu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæminu“ Klippa: Oddvitaáskorunin: Magnús D. Norðdahl Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Uppsveitir Borgarfjarðar á Vesturlandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers, mars og karmellukurl. Uppáhalds bók? Glæpur og refsing eftir Dostojevskí. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) We Can´t Stop með Miley Cyrus. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Norðurárdal. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Gönguferðir, bókalestur og matargerð. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Lífið er stutt. Eftir um 100 ár verður hver einasta mannvera sem nú gengur á jörðinni dáin. Viltu ekki reyna að láta gott af þér leiða og hjálpa fólki. Uppáhalds tónlistarmaður? Israel „IZ“ Kamakawiwo‘ole og Bob Dylan. Besti fimmaurabrandarinn? Man ekki eftir neinum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Óteljandi veiðiferðir með pabba mínum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Bernie Sanders. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it true með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð með góðum vinum og fjölskyldu um Ítalíu rétt fyrir Covid. Gistum á yndislegum sveitabæ ekki langt frá Florence. Uppáhalds þynnkumatur? Núðlusúpa. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Gaurinn í blokkinni. Allt sem Jón Gnarr gerir og segir er fyndið. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ég og félagarnir klæddum okkur í kjúklingabúninga, fórum á KFC og mótmælum kjúklingaáti. Þetta myndskeið má finna á youtube. Rómantískasta uppátækið? Bjóða á stefnumót á hinum fræga De Boomkicker. Það lukkaðist vel þar sem viðkomandi er í dag eiginkona mín. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Magnús D. Norðdahl leiðir lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum. „Magnús Davíð Norðdahl heiti ég og er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég er giftur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og saman eigum við tvö börn. Ásamt því að ljúka meistaraprófi í lögfræði er ég með BA-próf í heimspeki, sótti framhaldsnám til Nýja Sjálands og hef einnig búið og unnið í Danmörku. Samhliða háskólanámi sinnti ég kennslu í grunnskóla um fjögurra ára skeið. Þá hef ég tekið þátt í starfi Íslandsdeildar Amnesty International var um tíma stjórnarformaður deildarinnar. Á starfsferli mínum sem sjálfstætt starfandi lögmaður hef ég sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum og átt sér fáa ef einhverja málsvara. Ber þar hæst störf mín í þágu hælisleitenda en sá málaflokkur er pólitískur í eðli sínu og átökin oft beinst að þeim sem fara með málaflokkinn, þ.e. Sjálfstæðisflokknum með yfirráð sín yfir dómsmálaráðuneytinu á síðustu árum. Barátta mín á þeim vettvangi hefur skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags.“ „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni.“ Komið að öðrum „Landsbyggðin sem heild og ekki síst byggðakjarnar í Norðvesturkjördæmi hafa á síðustu árum og áratugum átt undir högg að sækja. Ástæðan er fyrst og síðast skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa stjórnmálamenn enn sem komið er ekki náð því markmiði að reisa byggðir kjördæmisins á þann stall sem þær eiga skilið. Þó að ýmislegt hafi vissulega áunnist er staðan eftir sem áður sú að ungir einstaklingar, sem hafa einlægan áhuga á því að setjast að í sínum heimabyggðum eftir dvöl í Reykjavík eða á erlendri grundu, sjá sér í mörgum tilvikum ekki fært að snúa aftur. Þessu þarf að breyta og tryggja vel launuð og góð störf um land allt. Tækifærin ættu að vera mörg og fjölbreytileg en innviðina og raunverulegan pólitískan vilja virðist vantar þegar á hólminn er komið. Það á ekki að skipta máli hvort einstaklingur fæðist í Reykjavík eða á landsbyggðinni, tækifærin eiga að vera þau sömu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæminu“ Klippa: Oddvitaáskorunin: Magnús D. Norðdahl Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Uppsveitir Borgarfjarðar á Vesturlandi. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers, mars og karmellukurl. Uppáhalds bók? Glæpur og refsing eftir Dostojevskí. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) We Can´t Stop með Miley Cyrus. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Norðurárdal. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Gönguferðir, bókalestur og matargerð. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Lífið er stutt. Eftir um 100 ár verður hver einasta mannvera sem nú gengur á jörðinni dáin. Viltu ekki reyna að láta gott af þér leiða og hjálpa fólki. Uppáhalds tónlistarmaður? Israel „IZ“ Kamakawiwo‘ole og Bob Dylan. Besti fimmaurabrandarinn? Man ekki eftir neinum. Ein sterkasta minningin úr æsku? Óteljandi veiðiferðir með pabba mínum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Bernie Sanders. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it true með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð með góðum vinum og fjölskyldu um Ítalíu rétt fyrir Covid. Gistum á yndislegum sveitabæ ekki langt frá Florence. Uppáhalds þynnkumatur? Núðlusúpa. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Gaurinn í blokkinni. Allt sem Jón Gnarr gerir og segir er fyndið. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ég og félagarnir klæddum okkur í kjúklingabúninga, fórum á KFC og mótmælum kjúklingaáti. Þetta myndskeið má finna á youtube. Rómantískasta uppátækið? Bjóða á stefnumót á hinum fræga De Boomkicker. Það lukkaðist vel þar sem viðkomandi er í dag eiginkona mín.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira