Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum Snorri Másson skrifar 1. september 2021 19:41 Jóhannes Loftsson segir að undirskriftasöfnunin hjá Ábyrgri framtíð fari hægt af stað, en sé þó öll að taka við sér. Hann hitti stuðningsmenn að máli á kaffihúsi í Kringlunni í dag. Vísir/Einar Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19. Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira