Í tilkynningu frá sambandinu segir að Gunnar Örn þekki vel til í veiðiheiminum en hann hafi stundað veiðileiðsögn í rúma tvo áratugi og var á árunum 2016 til 2020 meðeigandi að veiðifyrirtækinu Fish Partner.
„Gunnar er lögfræðingur og hefur unnið hjá BBA lögmannsstofu og Kviku banka. Þá stofnaði Gunnar, ásamt öðrum, Íslensku fluguveiðisýninguna en markmið hennar er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna.
Um leið og Elíasi er þakkað fyrir störf sín í þágu sambandsins er nýr framkvæmdastjóri boðinn velkominn.“