Byrjaði tvo af þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni en seldur til fornra fjenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 13:01 Daniel James hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Chris Brunskill/Getty Images Daniel James er loksins loksins á leið til Leeds United. Hann var svo gott sem búinn að semja við félagið þegar Manchester United stal honum undan nefinu á Marcelo Bielsa og fékk hann yfir á Old Trafford. Nú virðist sem Bielsa sé loks að fá sinn mann. Vængmaðurinn frá Wales hefur byrjað tvo af þremur leikjum Manchester United það sem af er leiktíð. Báðir hafa unnist en eftir innkomu Cristiano Ronaldo er ljóst að tækifæri Daniel James verði af skornum skammti. Einnig er talið að vera Amad Diallo spili inn í en hann átti að fara á lán til Feyenoord í Hollandi en það datt upp fyrir. Þá gengur sú fiskisaga að Man United sé að selja James til að Edinson Cavani geti fengið treyju númer 21 – sama númer og hann ber með Úrúgvæ – svo Cristiano Ronaldo geti fengið sjöuna hans Cavani. Hvort það sé eitthvað til í því, eða hvort það sé yfir höfuð gerlegt, er annað mál. Fjölmiðlar á Englandi hafa hins vegar staðfest að Man United hafi samþykkt tilboð frá Leeds upp á tæplega 25 milljónir punda í leikmanninn og nú er ljóst að James hefur skrifað undir alla tilheyrandi pappíra og er orðinn leikmaður Leeds United. Leeds United have agreed a £25m fee with Manchester United for winger Daniel James — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 31, 2021 Hinn 23 ára gamli James gekk í raðir Manchester United sumarið 2019 skömmu eftir að faðir hans lést. Alls lék þessi eldsnöggi vængmaður 74 leiki fyrir Man Utd, hann skoraði í þeim 9 mörk og lagði upp önnur 9 til viðbótar. Hann mun nú hjálpa Marcelo Bielsa og lærisveinum hans í Leeds að halda sæti sínu í deildinni annað árið í röð. Leeds situr sem stendur í 15. sæti með tvö stig að loknum þremur umferðum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Vængmaðurinn frá Wales hefur byrjað tvo af þremur leikjum Manchester United það sem af er leiktíð. Báðir hafa unnist en eftir innkomu Cristiano Ronaldo er ljóst að tækifæri Daniel James verði af skornum skammti. Einnig er talið að vera Amad Diallo spili inn í en hann átti að fara á lán til Feyenoord í Hollandi en það datt upp fyrir. Þá gengur sú fiskisaga að Man United sé að selja James til að Edinson Cavani geti fengið treyju númer 21 – sama númer og hann ber með Úrúgvæ – svo Cristiano Ronaldo geti fengið sjöuna hans Cavani. Hvort það sé eitthvað til í því, eða hvort það sé yfir höfuð gerlegt, er annað mál. Fjölmiðlar á Englandi hafa hins vegar staðfest að Man United hafi samþykkt tilboð frá Leeds upp á tæplega 25 milljónir punda í leikmanninn og nú er ljóst að James hefur skrifað undir alla tilheyrandi pappíra og er orðinn leikmaður Leeds United. Leeds United have agreed a £25m fee with Manchester United for winger Daniel James — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 31, 2021 Hinn 23 ára gamli James gekk í raðir Manchester United sumarið 2019 skömmu eftir að faðir hans lést. Alls lék þessi eldsnöggi vængmaður 74 leiki fyrir Man Utd, hann skoraði í þeim 9 mörk og lagði upp önnur 9 til viðbótar. Hann mun nú hjálpa Marcelo Bielsa og lærisveinum hans í Leeds að halda sæti sínu í deildinni annað árið í röð. Leeds situr sem stendur í 15. sæti með tvö stig að loknum þremur umferðum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira