Haukar áttu frábæra leiktíð í fyrra og unnu deildartitilinn í Olís-deild karla. Þeim tókst hins vegar ekki að taka Íslandsmeistaratitilinn að auki þar sem Valsmenn höfðu betur í úrslitaeinvígi liðanna.
Liðin mætast í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, þar sem venjulega myndu mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Enginn bikarmeistari var hins vegar krýndur sökum kórónuveirufaraldursins og munu Haukar, sem deildarmeistarar og silfurlið Íslandsmótsins, því mæta Völsurum.
Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Þá verður Queens á dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.
Frekari upplýsingar um beinar útsendingar sem fram undan eru hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan.