Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 16:17 Helgi Grímsson er formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena rakel Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira