Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 16:17 Helgi Grímsson er formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena rakel Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira