Bíræfnir bankaræningjar bundu gísla utan á flóttabíla sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 11:03 Ekki er vitað hve marga gísla ræningjarnir tóku. Bíræfnir og þungvopnaðir bankaræningjar fóru um miðborg borgarinnar Aracatuba í Brasilíu í morgun og rændu minnst þrjá banka. Skýldu ræningjarnir sér bakvið hóp gísla sem þeir höfðu tekið. Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021 Brasilía Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021
Brasilía Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira