„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 10:12 Íbúar Suður-Kóreu fylgjast með fréttum af starfsemi Yongbyoun í Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon. Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03
Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13
Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01