Nýliðar Tindastóls eru í neðsta sæti deildarinnar sem stendur með ellefu stig en hinir nýliðarnir, úr Keflavík sitja tveimur sætum ofar, í því áttunda með þrettán stig.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 17:45.
Í sömu deild mætast ÍBV og Stjarnan annars vegar og Fylkir og Þróttur hins vegar. Verður hægt að fylgjast með þeim leikjum í beinni útsendingu á stod2.is.