Segir rauða spjaldið sem Xhaka fékk óafsakanlegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2021 12:14 Martin Atkinson gefur Granit Xhaka rauða spjaldið, Svisslendingnum til mikillar furðu. getty/Simon Stacpoole Alan Shearer segir að rauða spjaldið sem Granit Xhaka fékk í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær sé óafsakanlegt. Á 35. mínútu var Xhaka rekinn af velli fyrir tveggja fóta tæklingu á Joao Cancelo, varnarmann City. Staðan var þá 2-0, Englandsmeisturunum í vil. Þeir bættu svo þremur mörkum við og unnu 5-0 sigur. „Hann hefur nú fengið ellefu rauð spjöld á ferlinum. Þetta er óafsakanlegt,“ sagði Shearer í Match of the Day á BBC í gær. „Skilaboðin sem hann sendi samherjum sínum voru: afsakið, þið sjáið bara um þetta, ég nenni þessu ekki í dag. Hvern var hann að reyna að heilla? Ég veit ekki.“ Shearer segir að Martin Atkinson, dómari leiksins, hafi ekki átt neinna annarra kosta völ en að reka Xhaka út af. „Þú getur ekki tæklað svona. Við þekkjum allir reglurnar. Hann setur mótherjann í hættu. Þetta var rétt ákvörðun. Hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] hlýtur að vera brjálaður. Þú ert þegar í vandræðum og hefur ekki efni á að gera svona lagað.“ Arsenal er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, án stiga og með markatöluna 0-9. Skytturnar hafa ekki byrjað tímabil verr síðan 1954-55. Enski boltinn Tengdar fréttir Özil hæddist að Arteta eftir tapið Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. 28. ágúst 2021 16:46 „Þurfum að líta í spegil“ Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga. 28. ágúst 2021 14:30 Auðvelt hjá City gegn arfaslöku Arsenal-liði Manchester City vann öruggan 5-0 heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag. City er á toppi deildarinnar en Arsenal á botninum. 28. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Á 35. mínútu var Xhaka rekinn af velli fyrir tveggja fóta tæklingu á Joao Cancelo, varnarmann City. Staðan var þá 2-0, Englandsmeisturunum í vil. Þeir bættu svo þremur mörkum við og unnu 5-0 sigur. „Hann hefur nú fengið ellefu rauð spjöld á ferlinum. Þetta er óafsakanlegt,“ sagði Shearer í Match of the Day á BBC í gær. „Skilaboðin sem hann sendi samherjum sínum voru: afsakið, þið sjáið bara um þetta, ég nenni þessu ekki í dag. Hvern var hann að reyna að heilla? Ég veit ekki.“ Shearer segir að Martin Atkinson, dómari leiksins, hafi ekki átt neinna annarra kosta völ en að reka Xhaka út af. „Þú getur ekki tæklað svona. Við þekkjum allir reglurnar. Hann setur mótherjann í hættu. Þetta var rétt ákvörðun. Hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] hlýtur að vera brjálaður. Þú ert þegar í vandræðum og hefur ekki efni á að gera svona lagað.“ Arsenal er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, án stiga og með markatöluna 0-9. Skytturnar hafa ekki byrjað tímabil verr síðan 1954-55.
Enski boltinn Tengdar fréttir Özil hæddist að Arteta eftir tapið Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. 28. ágúst 2021 16:46 „Þurfum að líta í spegil“ Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga. 28. ágúst 2021 14:30 Auðvelt hjá City gegn arfaslöku Arsenal-liði Manchester City vann öruggan 5-0 heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag. City er á toppi deildarinnar en Arsenal á botninum. 28. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Özil hæddist að Arteta eftir tapið Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. 28. ágúst 2021 16:46
„Þurfum að líta í spegil“ Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga. 28. ágúst 2021 14:30
Auðvelt hjá City gegn arfaslöku Arsenal-liði Manchester City vann öruggan 5-0 heimasigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádeginu í dag. City er á toppi deildarinnar en Arsenal á botninum. 28. ágúst 2021 13:30