West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 16:06 Everton hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð. West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
West Ham hefur verið á miklu skriði í upphafi móts en liðið vann 4-2 sigur á Newcastle og 4-1 á Leicester City fyrir leik dagsins. Spánverjinn Pablo Fornals kom West Ham í forystu á 39. mínútu eftir stoðsendingu Michails Antonio. 1-0 stóð í hléi en Conor Gallagher jafnaði fyrir Crystal Palace á 58. mínútu. Tíu mínútum síðar, á 68. mínútu, kom Antonio West Ham í forystu á ný en Gallagher jafnaði öðru sinni aðeins tveimur mínútum síðar. 50 - Michail Antonio is the first player to hit 50 top-flight league goals for West Ham since Tony Cottee reached that landmark in the 1985-86 campaign. Legendary. pic.twitter.com/Mq1T67vaem— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Þar við sat og 2-2 jafntefli úrslit leiksins. Crystal Palace leitar síns fyrsta sigurs en er með tvö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með sjö stig á toppi deildarinnar, fyrir ofan Everton vegna betri markatölu. Everton fór að hlið West Ham á toppnum með 2-0 útisigri á Brighton á Amex-vellinum á suðurströnd Englands. Demarai Gray skoraði fyrra mark liðsins eftir laglegan sprett í fyrri hálfleiknum og Dominic Calvert-Lewin tryggði 2-0 sigurinn úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Það gerði hann í óþökk liðsfélaga síns Richarlison sem var æfur yfir því að fá ekki að taka spyrnuna. Í Birmingham gerðu Aston Villa og Brentford 1-1 jafntefli. Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir á sjöundu mínútu leiksins en Argentínumaðurinn Emiliano Buendía jafnaði fyrir Aston Villa á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir skiptin frá Norwich í sumar. Brentford hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stig en Aston Villa er með fjögur. Niðurbrotnir Newcastle-menn og Norwich enn stigalaust Mikil dramatík var í norðurhluta landsins þar sem Newcastle United tók á móti Southampton. Callum Wilson kom Newcastle yfir en Norðmaðurinn Mohamed Elyounoussi jafnaði fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Frakkinn Allan Saint-Maximin virtist vera að tryggja Newcastle sigur með marki í uppbótartíma en undir lok hans dæmdi Paul Tierney, dómari leiksins, vítaspyrnu vegna tæklingar Jamals Lascelles á Adam Armstrong eftir endurskoðun brotsins á myndbandsskjá. James Ward-Prowse steig á punktinn og skoraði til að tryggja Southampton stig. Newcastle fékk þar sitt fyrsta stig í deildinni en Southampton er með tvö stig. 11 - Jamie Vardy has ended of a run of 11 away Premier League appearances without a goal, netting on the road in the top-flight for the first time since December 20th last season v Tottenham. Holiday. pic.twitter.com/pXrDhyBRgp— OptaJoe (@OptaJoe) August 28, 2021 Nýliðar Norwich eru enn án stiga í deildinni eftir 2-1 tap fyrir Leicester City á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki á útivelli í átta mánuði en Finninn Teemu Pukki jafnaði af vítapunktinum seint í fyrri hálfleik. Vardy lagði þá upp fyrir Marc Albrighton á 76. mínútu. Kenny McLean jafnaði fyrir Norwich skömmu síðar en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira