Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2021 12:34 Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Vísir/Einar Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“ Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21