„Hoffenheim með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 23:00 Elísa Viðarsdóttir fór yfir tímabil hjá Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max mörkunum. Stöð 2 Sport Elísa Viðarsdóttir stefnir á að verja Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Val á næsta ári og segir umgjörðin góða á Hlíðarenda. Það vanti þó enn upp á að umgjörðin sé á pari við andstæðinga Vals í Meistaradeild Evrópu. Elísa var hluti af liði Vals sem varð Íslandsmeistari í vikunni eftir sigur á Tindastóli að Hlíðarenda. Hún segist alls ekki vera að hugsa um að hætta, enda aðeins þrítug. „Mér líður alveg ótrúlega vel í skrokknum og hugsa vel um mig og minn líkama. Ég stefni bara að því að spila eins lengi og líkaminn leyfir,“ segir hin þrítuga Elísa aðspurð um framtíðina í þætti Pepsi Max Markanna. „Ég er bikaróð. Ég elska að vinna og það kemur ekkert annað til greina en að vinna, ekki spurning.“ segir Elísa. Þurftu aðlögun eftir brottför sterkra leikmanna Elísa segir Valsliðið hafa þurft að aðlagast brottför þeirra Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Hallberu Gísladóttur. Öðruvísi leikmenn hafi komið inn sem hafi krafist aðlögunartíma. „Við misstum náttúrulega frábæra leikmenn en fengum inn ólíka leikmenn því sem við misstum. Við sem höfum verið lengur þurftum að hjálpa þeim svolítið að koma inn í liðið. Svo má ekki gleyma að við missum Sísí [Sigríður Lára Garðardóttir] á miðju tímabili en fáum Láru [Kristínu Pedersen], sem var þvílíkur happafengur að fá hana svolítið óvænt inn. Hún var algjört gulls ígildi og hjálpaði okkur svolítið að snúa blaðinu við,“ „Við náðum einhvern veginn að púsla þessu saman, við fengum eins og ég sagði, ólíka leikmenn frá því sem við misstum en einhvern veginn gekk upp að lokum.“ segir Elísa. Umgjörðin góð Elísa segir Valskonur þá hafa yfir litlu að kvarta þegar kemur að aðstöðu og baklandi. Vel sé staðið að málum á Hlíðarenda sem eigi sitt í því að liðið hafi gert eins vel og raun ber vitni í sumar. „Umgjörðin á Hlíðarenda er eins og best verður á kosið. Þetta er algjörlega umhverfi sem að leikmenn geta vaxið og orðið betri, jafnvel þó maður sé orðinn þrítugur. Ég finn það sterkt fyrir sjálfa mig að ég er með hóp í kringum mig sem hjálpar mér alla daga að verða betri leikmaður, sama hvort það sé að bæta þol eða fótboltann,“ segir Elísa sem segir deildarkeppnina hafa verið krefjandi og skemmtilega í ár. Ávallt séu batamerki á fótboltanum hér heima. „Mér fannst hún mjög skemmtileg. Frábær deild. Maður þurfti að hafa aðeins meira fyrir því sem maður var að gera og mér finnst það alltaf vera að gera mann betri. Maður þurfti að koma á tánum inn í alla leiki og undirbúa sig vel sem að mér finnst jákvætt. Það eru fullt af flottum liðum sem verða betri á næsta ári og bjartir tímar fram undan í íslenskri kvennaknattspyrnu.“ Klippa: Pepsi Max Mörkin: Elísa Viðars 2 Mikilvæg reynsla í Evrópu Valur keppti aðeins tvo leiki í Evrópukeppni í ár. Tap gegn stórliði Hoffenheim frá Þýskalandi þýddi að liðið kæmist ekki lengra í keppninni en Elísa segir liðið taka með sér góða reynslu fyrir Evrópuleiki að ári. Valskonur unnu 3-1 sigur á Zurich frá Sviss eftir tapið fyrir Hoffenheim en sá leikur var meira upp á heiðurinn en eitthvað annað. „Það er alltaf gaman að spila við sterkari lið úr sterkari deildum en okkar. Ég held að við höfum séð að þessari ferð hvað það er stutt á milli. Við spilum við Hoffenheim, þýskt lið sem lenti í 3. Sæti í fyrra í þeirri deild, og ég held að með smá heppni hefðum við getað jafnað þann leik,“ „Við spiluðum sterkan varnarleik frá fremsta til afstasta manns og þetta styrkti okkur sem lið og gefi okkur mikla reynslu inn í næsta ár sem er mjög jákvætt.“ Elísa segir þó að umgjörðin sé umtalsvert betri hjá stórliði líkt og Hoffenheim sem hafi sitt að segja. „Það sem maður aðallega sá var umgjörðin í kringum liðið. Hoffenheim var örugglega með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur. Þannig að þetta var svolítið fyndið að líta yfir á hinn helminginn fyrir leik,“ „En ég er alveg viss um það að eftir nokkur ár þá verðum við á pari við þessi lið, allavega þessi bestu lið á Íslandi.“ segir Elísa. Viðtalið við hana má sjá í heild í spilaranum að ofan. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira
Elísa var hluti af liði Vals sem varð Íslandsmeistari í vikunni eftir sigur á Tindastóli að Hlíðarenda. Hún segist alls ekki vera að hugsa um að hætta, enda aðeins þrítug. „Mér líður alveg ótrúlega vel í skrokknum og hugsa vel um mig og minn líkama. Ég stefni bara að því að spila eins lengi og líkaminn leyfir,“ segir hin þrítuga Elísa aðspurð um framtíðina í þætti Pepsi Max Markanna. „Ég er bikaróð. Ég elska að vinna og það kemur ekkert annað til greina en að vinna, ekki spurning.“ segir Elísa. Þurftu aðlögun eftir brottför sterkra leikmanna Elísa segir Valsliðið hafa þurft að aðlagast brottför þeirra Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Hallberu Gísladóttur. Öðruvísi leikmenn hafi komið inn sem hafi krafist aðlögunartíma. „Við misstum náttúrulega frábæra leikmenn en fengum inn ólíka leikmenn því sem við misstum. Við sem höfum verið lengur þurftum að hjálpa þeim svolítið að koma inn í liðið. Svo má ekki gleyma að við missum Sísí [Sigríður Lára Garðardóttir] á miðju tímabili en fáum Láru [Kristínu Pedersen], sem var þvílíkur happafengur að fá hana svolítið óvænt inn. Hún var algjört gulls ígildi og hjálpaði okkur svolítið að snúa blaðinu við,“ „Við náðum einhvern veginn að púsla þessu saman, við fengum eins og ég sagði, ólíka leikmenn frá því sem við misstum en einhvern veginn gekk upp að lokum.“ segir Elísa. Umgjörðin góð Elísa segir Valskonur þá hafa yfir litlu að kvarta þegar kemur að aðstöðu og baklandi. Vel sé staðið að málum á Hlíðarenda sem eigi sitt í því að liðið hafi gert eins vel og raun ber vitni í sumar. „Umgjörðin á Hlíðarenda er eins og best verður á kosið. Þetta er algjörlega umhverfi sem að leikmenn geta vaxið og orðið betri, jafnvel þó maður sé orðinn þrítugur. Ég finn það sterkt fyrir sjálfa mig að ég er með hóp í kringum mig sem hjálpar mér alla daga að verða betri leikmaður, sama hvort það sé að bæta þol eða fótboltann,“ segir Elísa sem segir deildarkeppnina hafa verið krefjandi og skemmtilega í ár. Ávallt séu batamerki á fótboltanum hér heima. „Mér fannst hún mjög skemmtileg. Frábær deild. Maður þurfti að hafa aðeins meira fyrir því sem maður var að gera og mér finnst það alltaf vera að gera mann betri. Maður þurfti að koma á tánum inn í alla leiki og undirbúa sig vel sem að mér finnst jákvætt. Það eru fullt af flottum liðum sem verða betri á næsta ári og bjartir tímar fram undan í íslenskri kvennaknattspyrnu.“ Klippa: Pepsi Max Mörkin: Elísa Viðars 2 Mikilvæg reynsla í Evrópu Valur keppti aðeins tvo leiki í Evrópukeppni í ár. Tap gegn stórliði Hoffenheim frá Þýskalandi þýddi að liðið kæmist ekki lengra í keppninni en Elísa segir liðið taka með sér góða reynslu fyrir Evrópuleiki að ári. Valskonur unnu 3-1 sigur á Zurich frá Sviss eftir tapið fyrir Hoffenheim en sá leikur var meira upp á heiðurinn en eitthvað annað. „Það er alltaf gaman að spila við sterkari lið úr sterkari deildum en okkar. Ég held að við höfum séð að þessari ferð hvað það er stutt á milli. Við spilum við Hoffenheim, þýskt lið sem lenti í 3. Sæti í fyrra í þeirri deild, og ég held að með smá heppni hefðum við getað jafnað þann leik,“ „Við spiluðum sterkan varnarleik frá fremsta til afstasta manns og þetta styrkti okkur sem lið og gefi okkur mikla reynslu inn í næsta ár sem er mjög jákvætt.“ Elísa segir þó að umgjörðin sé umtalsvert betri hjá stórliði líkt og Hoffenheim sem hafi sitt að segja. „Það sem maður aðallega sá var umgjörðin í kringum liðið. Hoffenheim var örugglega með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur. Þannig að þetta var svolítið fyndið að líta yfir á hinn helminginn fyrir leik,“ „En ég er alveg viss um það að eftir nokkur ár þá verðum við á pari við þessi lið, allavega þessi bestu lið á Íslandi.“ segir Elísa. Viðtalið við hana má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Sjá meira