Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir skotárásina þar í gærkvöld. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður er fyrir austan og hefur rætt við fólk á svæðinu en hún mun flytja okkur nýjustu tíðindi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þá greinum við frá því að stjórnvöld hyggjast liðka fyrir sitjandi viðburðahaldi með því að greiða fyrir hraðpróf, auk þess sem þau tilkynntu óvænt um auknar tilslakanir í dag.

Staðan í Afganistan er áfram alvarleg en þar er tími til að koma fólki úr landi nærri á þrotum, því allt herlið þarf að vera farið úr landinu fyrir mánaðamót.

Við ræðum við afbrotafræðing sem segir ekkert samræmt verklag á landvísu í þjónustu við þolendur heimilisofbelds og hefur lagt til breytingar við heilbrigðisráðherra. Þá segir forstjóri Heilsugæslunnar höfða að einkareknum heilsugæslustöðvum sé mismunað, enda séu dæmi um að þau þurfi að greiða allt að sextíu prósenta hærra rannsóknargjald heldur en hinar opinberu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar og Bylgjunnar klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×