Ronaldo orðinn leikmaður Manchester United á ný Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 15:54 Cristiano Ronaldo fagnar marki í leik með Manchester United. getty/Matthew Peters Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United á nýjan leik. Þessi magnaði leikmaður skrifar undir tveggja ára samning á Old Trafford. United staðfesti komu Ronaldos á Twitter nú rétt í þessu. Hann gengst væntanlega undir læknisskoðun í Lissabon í kvöld. Welcome , @Cristiano #MUFC | #Ronaldo— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021 Ekki er langt síðan Ronaldo gaf það út að hann væri tilbúinn í tímabilið með Juventus og allar getgátur um framtíð hans væru óþarfi. Skömmu síðar fóru sögusagnir á kreik að Juve vildi losna við hinn 36 ára gamla Portúgala og Englandsmeisturum Manchester City hefði verið boðið að kaupa hann. Ronaldo sat á bekknum í fyrsta leik tímabilsins hjá Juventus og virðist sem ítalska félagið hafi ekki verið tilbúið að halda áfram að borga Ronaldo þau himinháu laun sem hann samdi um er hann gekk til liðs við félagið árið 2018. Manchester City var þarna nýbúið að gefa Harry Kane upp á bátinn og eitt af fáum liðum sem hefði ráðið við launakröfur Ronaldo. Leikmaðurinn gerði hins vegar garðinn frægan með Manchester United frá árunum 2003 til 2009. Þar fór hann úr því að vera kvikur vængmaður sem gerði um það til tuttugu skæri í leik í marka og stoðsendinga vél sem skilaði tölfræði sem hafði vart sést áður. Það hefði því verið þungt högg í maga Manchester United stuðningsfólks að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju Manchester City. Þegar öll von virtist úti og það var í raun aðeins beðið eftir að Ronaldo væri myndaður skælbrosandi með Pep Guaridola, þjálfara City, þá fór hver fréttamaðurinn á fætur öðrum að birta fregnir af því að Ronaldo væru á leið til Manchester-borgar. Hann væri hins vegar á leið heim til Manchester, heim á Old Trafford þar sem hann er enn í guðatölu eftir frábær ár hjá félaginu. Sir Alex Ferguson, þjálfari Ronaldo er hann var hjá Man Utd, ku hafa hringt í sinn fyrrum lærisvein og sannfært hann um að snúa aftur. Saman unnu þeir allt sem hægt var að vinna hjá félaginu. 3x Englandsmeistari 2x Deildarbikarinn 1x FA bikarinn 1x Meistaradeild Evrópu 1x HM félagsliða Eftir að hafa unnið tvennuna - og verið grátlega nálægt því að eiga möguleika á þrennunni - tímabilið 2007/2008 vildi Ronaldo færa sig um set. Honum langaði að fara til Madrídar líkt og Kylian Mbappé langar nú. Sir Alex sannfærði Ronaldo um að vera áfram hjá Man United eitt tímabil í viðbót og svo mætti hann fara. Ronaldo hlýddi, liðið varð Englandsmeistari, og svo hélt hann til höfuðborgar Spánar. Þar hélt markaskorun og titlasöfnun Portúgalans áfram. Hann og Lionel Messi voru í eilífðar keppni um hvor væri betri. Verður eflaust deilt um það næstu áratugina en það sem verður ekki deilt um er tölfræði Ronaldo hjá Real. Ronaldo á fimm Meistaradeildartitla.Ina Fassbender/Getty Images 438 leikir - 450 mörk - 132 stoðsendingar 2x La Liga, spænska úrvalsdeildin, 2x spænski Konungsbikarinn 3x Ofurbikar Spánar 3x Ofurbikar Evrópu 3x HM félagsliða 4x Meistaradeild Evrópu Eftir næstum áratug hjá Real ákvað Ronaldo að söðla um og halda til Ítalíu. Hann gekk í raðir Juventus og hélt áfram að raða inn mörkum og vinna titla. 134 leikir - 101 mark - 22 stoðsendingar 2x Serie A, ítalska úrvalsdeildin 1x ítalski bikarinn 1x Ofurbikar Ítalíu Þá varð Ronaldo Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016 ásamt því að vinna Þjóðadeildina þremur árum síðar. Einnig hefur Ronaldo verið valinn besti leikmaður í heimi (Ballon d'Or) fimm sinnum ásamt fjöldanum öllum af öðrum einstaklings verðlaunum. Ronaldo með Evróputitilinn eftir 1-0 sigur Portúgals á Frakklandi í París sumarið 2016.Getty Images Núna, sumarið 2021 - tólf árum eftir að Ronaldo yfirgaf Old Trafford í Manchester, er hann á leið aftur í Leikhús Draumanna. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall þá má reikna með að mikil ábyrgð verði lögð á herðar hans. Hann er jú að uppfylla draum margra með því að snúa aftur til Manchester United. Hann sýndi það á EM í sumar - þar sem hann vann gullskóinn - að aldur er afstæður. Nú er bara að endurtaka leikinn í ensku úrvalsdeildinni enn einu sinni. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
United staðfesti komu Ronaldos á Twitter nú rétt í þessu. Hann gengst væntanlega undir læknisskoðun í Lissabon í kvöld. Welcome , @Cristiano #MUFC | #Ronaldo— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021 Ekki er langt síðan Ronaldo gaf það út að hann væri tilbúinn í tímabilið með Juventus og allar getgátur um framtíð hans væru óþarfi. Skömmu síðar fóru sögusagnir á kreik að Juve vildi losna við hinn 36 ára gamla Portúgala og Englandsmeisturum Manchester City hefði verið boðið að kaupa hann. Ronaldo sat á bekknum í fyrsta leik tímabilsins hjá Juventus og virðist sem ítalska félagið hafi ekki verið tilbúið að halda áfram að borga Ronaldo þau himinháu laun sem hann samdi um er hann gekk til liðs við félagið árið 2018. Manchester City var þarna nýbúið að gefa Harry Kane upp á bátinn og eitt af fáum liðum sem hefði ráðið við launakröfur Ronaldo. Leikmaðurinn gerði hins vegar garðinn frægan með Manchester United frá árunum 2003 til 2009. Þar fór hann úr því að vera kvikur vængmaður sem gerði um það til tuttugu skæri í leik í marka og stoðsendinga vél sem skilaði tölfræði sem hafði vart sést áður. Það hefði því verið þungt högg í maga Manchester United stuðningsfólks að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju Manchester City. Þegar öll von virtist úti og það var í raun aðeins beðið eftir að Ronaldo væri myndaður skælbrosandi með Pep Guaridola, þjálfara City, þá fór hver fréttamaðurinn á fætur öðrum að birta fregnir af því að Ronaldo væru á leið til Manchester-borgar. Hann væri hins vegar á leið heim til Manchester, heim á Old Trafford þar sem hann er enn í guðatölu eftir frábær ár hjá félaginu. Sir Alex Ferguson, þjálfari Ronaldo er hann var hjá Man Utd, ku hafa hringt í sinn fyrrum lærisvein og sannfært hann um að snúa aftur. Saman unnu þeir allt sem hægt var að vinna hjá félaginu. 3x Englandsmeistari 2x Deildarbikarinn 1x FA bikarinn 1x Meistaradeild Evrópu 1x HM félagsliða Eftir að hafa unnið tvennuna - og verið grátlega nálægt því að eiga möguleika á þrennunni - tímabilið 2007/2008 vildi Ronaldo færa sig um set. Honum langaði að fara til Madrídar líkt og Kylian Mbappé langar nú. Sir Alex sannfærði Ronaldo um að vera áfram hjá Man United eitt tímabil í viðbót og svo mætti hann fara. Ronaldo hlýddi, liðið varð Englandsmeistari, og svo hélt hann til höfuðborgar Spánar. Þar hélt markaskorun og titlasöfnun Portúgalans áfram. Hann og Lionel Messi voru í eilífðar keppni um hvor væri betri. Verður eflaust deilt um það næstu áratugina en það sem verður ekki deilt um er tölfræði Ronaldo hjá Real. Ronaldo á fimm Meistaradeildartitla.Ina Fassbender/Getty Images 438 leikir - 450 mörk - 132 stoðsendingar 2x La Liga, spænska úrvalsdeildin, 2x spænski Konungsbikarinn 3x Ofurbikar Spánar 3x Ofurbikar Evrópu 3x HM félagsliða 4x Meistaradeild Evrópu Eftir næstum áratug hjá Real ákvað Ronaldo að söðla um og halda til Ítalíu. Hann gekk í raðir Juventus og hélt áfram að raða inn mörkum og vinna titla. 134 leikir - 101 mark - 22 stoðsendingar 2x Serie A, ítalska úrvalsdeildin 1x ítalski bikarinn 1x Ofurbikar Ítalíu Þá varð Ronaldo Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016 ásamt því að vinna Þjóðadeildina þremur árum síðar. Einnig hefur Ronaldo verið valinn besti leikmaður í heimi (Ballon d'Or) fimm sinnum ásamt fjöldanum öllum af öðrum einstaklings verðlaunum. Ronaldo með Evróputitilinn eftir 1-0 sigur Portúgals á Frakklandi í París sumarið 2016.Getty Images Núna, sumarið 2021 - tólf árum eftir að Ronaldo yfirgaf Old Trafford í Manchester, er hann á leið aftur í Leikhús Draumanna. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall þá má reikna með að mikil ábyrgð verði lögð á herðar hans. Hann er jú að uppfylla draum margra með því að snúa aftur til Manchester United. Hann sýndi það á EM í sumar - þar sem hann vann gullskóinn - að aldur er afstæður. Nú er bara að endurtaka leikinn í ensku úrvalsdeildinni enn einu sinni.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira