Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 08:48 Frá vettvangi á Egilsstöðum í morgun. Guðmundur Hjalti Stefánsson „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ Þetta segir Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli á Egilsstöðum, í samtali við Vísi í morgun. Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þröstur segir lögreglu vera búna að girða af svæðið fyrir utan hús hans og að hann geti ekki farið út sem stendur. Lögregla hafi verið að störfum fyrir utan húsið í alla nótt, en eigi enn eftir að rannsaka vettvanginn inni í húsi Þrastar, þar sem allt er nú í glerbrotum. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Vísir „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með lögreglu að störfum og maður hefur séð hvað við erum með virkilega góða lögreglumenn að störfum hérna.“ Guðs mildi að ekki fór verr Þröstur segir það guðs mildi að ekki hafi farið verr. Hann hafi verið inni í bílskúrnum þegar hann tók fyrst að heyra hvellina fyrir utan húsið. „Ég fór svo út til að kanna málið. Þá sé ég einhvern mann vera að baksa við eitthvað á bakvið bíl. Það var eitthvað sem sagði mér að fara þá aftur inn. Ég var í raun bara heppinn að hann var einmitt að hlaða riffilinn þarna. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið í því þegar ég fór út.“ Hann segir að skömmu áður hafi sömuleiðis krakkar verið á ferli í götunni en sem betur fer verið komin inn í húsin sín. Þröstur segist í talsverðu sjokki eftir stuttan nætursvefn. „Mér líður þó í raun ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Myndband frá Egilsstöðum þar sem heyra má skothvell var birt á TikTok í gærkvöldi. Það má sjá hér að neðan. Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta segir Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli á Egilsstöðum, í samtali við Vísi í morgun. Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Þröstur segir lögreglu vera búna að girða af svæðið fyrir utan hús hans og að hann geti ekki farið út sem stendur. Lögregla hafi verið að störfum fyrir utan húsið í alla nótt, en eigi enn eftir að rannsaka vettvanginn inni í húsi Þrastar, þar sem allt er nú í glerbrotum. Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum. Vísir „Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með lögreglu að störfum og maður hefur séð hvað við erum með virkilega góða lögreglumenn að störfum hérna.“ Guðs mildi að ekki fór verr Þröstur segir það guðs mildi að ekki hafi farið verr. Hann hafi verið inni í bílskúrnum þegar hann tók fyrst að heyra hvellina fyrir utan húsið. „Ég fór svo út til að kanna málið. Þá sé ég einhvern mann vera að baksa við eitthvað á bakvið bíl. Það var eitthvað sem sagði mér að fara þá aftur inn. Ég var í raun bara heppinn að hann var einmitt að hlaða riffilinn þarna. Guð má vita hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið í því þegar ég fór út.“ Hann segir að skömmu áður hafi sömuleiðis krakkar verið á ferli í götunni en sem betur fer verið komin inn í húsin sín. Þröstur segist í talsverðu sjokki eftir stuttan nætursvefn. „Mér líður þó í raun ótrúlega vel miðað við aðstæður.“ Myndband frá Egilsstöðum þar sem heyra má skothvell var birt á TikTok í gærkvöldi. Það má sjá hér að neðan.
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17 Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Maður fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt. 27. ágúst 2021 06:17
Lögreglan skaut mann vopnaðan byssu á Egilsstöðum í kvöld Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni. 26. ágúst 2021 23:21