Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Elma Rut Valtýsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. ágúst 2021 22:44 Samtökin ISIS-K voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakitönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. Getty/Universal History Archive Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
ISIS-K er svæðisbundinn undirhópur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) sem starfar í Afganistan og Pakistan, og eru talin vera öfgafyllstu og ofbeldishneigðustu samtök jihadista í Afganistan. Samtökin voru sett á laggirnar árið 2015 þegar völd ISIS voru sem mest í Írak og Sýrlandi. Samtökin samanstanda af afgönskum og pakistönskum öfgamönnum sem margir hverjir yfirgáfu Talibana, þar sem þeir töldu þá ekki nógu róttæka. ISIS-K eru talin bera ábyrgð á mestu ódæðisverkum síðustu ára sem beindust sérstaklega gegn stúlknaskólum og sjúkrahúsum. Þá eru meðlimir samtakanna sagðir hafa ráðist inn á fæðingardeildir og skotið barnshafandi konur og hjúkrunarfræðinga til bana. Ólíkt Talibönum, sem hafa einungis áhuga á Afganistan, eru ISIS-K hluti af hryðjuverkasamtökunum ISIS, sem breiða anga sína mun víðar í Mið-Austurlöndum og sækir sækir á vestræn og alþjóðleg skotmörk hvar sem færi gefst auk þess sem samtökin hafa beint spjótum sínum að góðgerðasamtökum og fólki í neyð. Samtökin eru með aðsetur í austurhluta Nangarhar héraðsins í Afganistan, nálægt fíkniefna- og fólksflutningaleiðum til og frá Pakistan. Þegar mest var, voru meðlimir samtakanna hátt í þrjú þúsund en eru meðlimir talsvert færri nú vegna átaka við bandarískar og afganskar hersveitir og Taliabana. ISIS-K eru sögð tengjast Haqqani, öfgafyllsta undirhópi Talibana, sterkum böndum. Þó er sagður vera mikill ágreiningur á milli ISIS-K og Talibana en þau fyrrnefndu saka Talíbana um að hafa yfirgefið sig í heilögu stríði til að semja um frið við Bandaríkin.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Minnst sextíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. 26. ágúst 2021 20:11
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41