Tuttugu ár frá ákvörðuninni sem Sir Alex sér hvað mest eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 16:30 Jaap Stam og Sir Alex Ferguson þegar allt lék í lyndi. Dave Kendall/Getty Images Sir Alex Ferguson gerði ekki mörg mistök er hann vann titil eftir titil með Manchester United. Í dag eru hins vegar 20 ár frá þeirri ákvörðun sem Skotinn sér hvað mest eftir á 26 ára stjóratíð sinni í Manchester-borg. Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira