Tuttugu ár frá ákvörðuninni sem Sir Alex sér hvað mest eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 16:30 Jaap Stam og Sir Alex Ferguson þegar allt lék í lyndi. Dave Kendall/Getty Images Sir Alex Ferguson gerði ekki mörg mistök er hann vann titil eftir titil með Manchester United. Í dag eru hins vegar 20 ár frá þeirri ákvörðun sem Skotinn sér hvað mest eftir á 26 ára stjóratíð sinni í Manchester-borg. Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira