„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:48 Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrir miðju í meistarafögnuði Vals í kvöld. Hún var að vonum hæstánægð með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/hulda margrét „Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum. Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23
Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44