Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:30 Tuilaepa var sá forsætisráðherra sem lengst hafði setið á valdastóli í heiminum. Hann segir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hafa skipulagt að hann skyldi tapa í þingskosningum í vor. Vísir/Getty Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. „Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi. Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
„Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi.
Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira