Borgaði 1,3 milljónir fyrir pottasett í eldhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Blökastið kemur út alla þriðjudaga. Þáttur dagsins er sá fyrsti sem kemur út sem myndband og verður það endurtekið reglulega. Blökastið Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastinu barst umræðan af verstu kaupunum. Auðunn sagði að hvítur sófi væru hans ópraktísku kaup og Steindi viðurkenndi að ryksuga úr Walmart væru hans verstu innkaup. Það var þó deila um það hver verstu kaup Egils væru. Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein