Talibanar meina Afgönum brottför frá landinu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 13:55 Zabihullah Mujahid hefur verið talsmaður Talibana í tæpa tvo áratugi. MARCUS YAM/Getty Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu að afgönskum borgurum verði ekki leyft að fara á flugvöllinn í Kabúl. Hann biðlaði jafnframt til Bandaríkjamanna að hvetja Afgana ekki til að yfirgefa landið. Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð. Afganistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mujahid sagði Afgönum sem safnast hafa saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl að snúa aftur heim til sín. Öryggi þeirra yrði tryggt. Þá sagði hann að helstu innviðir í Kabúl væru virkir á ný. Mujahid telur ekki að Talibanar muni samþykkja veru Bandaríkjahers í landinu lengur en til 31. ágúst líkt og samkomulag bandarískra yfirvalda og Talibana segir til um. Konum verði ekki bannað að vinna til frambúðar Talsmaðurinn segir að konum í Afganistan verði ekki varanlega bannað að vinna. Konum í Afganistan hefur að miklu leiti verið bannað vinna frá því að talibanar náðu aftur völdum í landinu. Hann segir að konur ættu að halda sig heima eins og er en að þær hafi ekki verið reknar úr störfum sínum og að laun þeirra verði greidd. „Það er þeim fyrir bestu eins og er til að koma í veg fyrir slæma meðferð,“ segir hann um vinnumál kvenna. Segir Talibana ekki vera langrækna Mujahid segir að Talibanar hafi ekki undirbúið neina lista yfir fólk sem á að refsa. „Við erum búnir að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni,“ segir hann. Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir mannréttindastjóra Sameinuðu Þjóðanna að fregnir af fjöldaaftökum Talibana séu áreiðanlegar. Mannréttindastjórinn segir jafnframt að tilkynningar um alvarleg mannréttindabrot hafi borist SÞ eftir valdatöku Talibana. Þar ber helst að nefna takmarkanir á réttindum kvenna og notkun barnahermanna. Sendiráðum verði leyft að starfa Mujahid segir að erlendum sendiráðum hafi verið lofað öryggi og hvetur þau til að halda starfsemi sinni áfram. Blaðamannafundi Talibana er lokið og fréttin hefur verið uppfærð.
Afganistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira