Misskiptingin gæti ekki verið skýrari Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 14:00 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir brýnt að ríkari lönd aðstoði þau fátækari með bóluefni Vísir Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi. Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann. Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann.
Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34