Sammála því að tilefni sé til að slaka á Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2021 12:02 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24
Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24